12.11.02

Fyrirspurn barst frá Jóni Ólafssyni tónlistarfrömuði. ,,Geta blindir hlustað á tónlist? Ef ekki, hvað gera þeir sér til stundargamans?"

Svar: Nei, það geta þeir ekki. Vegna þess að fyrir tilstilli sjáanlegra hljóðbylgna sem víbrera er þær komast í samband við augnsjáaldrabylgjur skapast það sem við kjósum að nefna tón-list. Orðinn tónn er upphaflega komið úr gríska orðinu toni- sem merkir núans, og hefur orðið oft verið notað á íslensku í merkingunni litur/skuggi - og er þá einnig sagt "að tóna vel við e-ð". List er einnig komið af spænska orðinu listo - sem merkir að vera tilbúinn. Orðið þróaðist í borgarastyrjöld Spánar frá því að þýða tilbúinn (því sem borgarar öskruðu áður en þeir réðust á mann og annan) í það að þýða Sjáið (varð að almennri kröfu um athygli manna). Því má fullyrða að tónlist sé blindum það sem skór eru fótalausum.

Blindir geta samt sem áður stytt sér stundir með ýmsum skemmtilegheitum, svo sem dansi, púsli og útsaumi.

Ég vona að þetta hafi svarað spurningu þinni, Jón.
Virðingarfyllst, dr. Curly

0 Comments:

Post a Comment

<< Home