14.11.02

Mér hefur borist bréf frá stjórnanda sinfóníuhljómsveitar Espinho í Portúgal, Cesario Costa. Hann og Marcel maður minn eru nefnilega vinir og maður á nú víst að reynast vinur vina mannsins manns.

Spurning: Kæri vinur, ég er í algjörum bobba, ég held að hár mitt sé að þynnast með hverjum deginum sem líður. Mér býður við tilhugsuninni um þunnhærðan eða jafnvel sköllóttan Cesario. Þú þekkir mig og veist hvað útlitið er mér mikilvægt. Marcel, ég treysti á þig, þú ert besti vinur minn í heiminum og þú verður að hjálpa mér. Kannski getur Curly hjálpað.
The Stud.


Svar: Kæri Cesario. Það er auðvitað bölvað ólán að fæðast með þessa byrði fegurðar á bakinu. Marcel sagði mér að þú hefðir verið nefndur Amor á yngri árum, hefðir táldregið allar gömlu kvinnurnar í hverfinu aðeins 14 ára gamall og hefðir síðar rakað inn peningum sem nærfatagína í búðargluggum. Ég gef þér alla mína samúð. En gæti verið að Narcissus hafi tekið sér bólfestu í þér og þú sért sjálfur að gera þig sköllóttan með hroka og sjálfsdýrkun? Ég leyfi mér bara að velta þessu fyrir mér. Ég ráðlegg þér eindregið að fagna komu skallans - hann er táknræna fyrir nýja sjálfsmynd og lífssýn og mun án efa veita þér mun meiri lífsfyllingu en þú gerir þér grein fyrir. Ef vill svo til að tilgáta þín sé á rökleysu byggð - þá hvet ég þig samt sem áður til að raka af þér allt hár, prófa að sleppa rakstri í nokkra daga og límónulíkamsolían mætti einnig fá að fjúka. Þá fyrst byrjar þér að líða eins og manni með persónuleika og komplexa eins og við hin.

Virðingarfyllst,
dr.Curly.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home