25.11.02

Kæra doctor Curly!
Í beinu framhaldi af bréfi góðrar vinkonu minnar, sem og fyrrum
samstarfskonu, langar mig að spyrja þig; hver/hvað er Pétur?
Oft hef ég heyrt talað um þá "Pétur og Pál" (gott ef það var ekki
þáttur hjá okkur á skjánum...?) en aldrei áttað mig á því hvað/hverjir þeir eru. Og ef Páll er Guðrún - er Pétur þá Héðinn?
Þakka þér fyrir góð og skýr svör doctor Curly McLaughlan.
Þinn leynilegi aðdáandi,
Árni Þór Vigfússon.


Kæri Árni (og takk fyrir öll innilegu sms-in, þau ylja manni um nóvemberhjartaræturnar :)
Það er von þú spyrjir. Þegar þátturinn Pétur og Páll fór fyrst í loftið velti ég því mikið fyrir mér hverjir þessir náungar væru. Ég hafði það nefnilega á tilfinningunni að þeir væru ekki allir þar sem þeir væru séðir. Eitt kvöldið laumaðist ég í stúdíóið og tók fingrafarasýni af kaffibollunum þeirra, stólunum sem þeir sátu í og fleiri nærliggjandi hlutum. Þegar sýnin voru rannsökuð komst lögreglan að því að ekki var nein fingraför að finna, heldur aðeins grængagnsæar melanínflögur. Upphófst þá mikill eltingarleikur við þá Pétur og Pál, sem lyktaði í turni Hallgrímskirkju þar sem þeir félagar voru að umbreytast aftur í grænar lirfur. Lögreglan tók þá fasta fyrir að sigla undir fölsku flaggi, m.a. fyrir skjalafals og undirheimaglæpi. En Pétur og Páll eru semsagt grænar lirfur, getnar og fæddar á plánetunni Kas og raunveruleg nöfn þeirra eru Guðrún (Páll) og Hólmfríður (Pétur). En þú ert eitthvað að misskilja með hann Héðinn. Hann er altmuligmaðurinn minn, skósveinn og kokkur, barnapía og nuddari allt í senn. Hann hefur ekkert að gera með ráðvilltu grænlirfurnar.

Ég vona að ég hafi náð að upplýsa þig örlítið um Pétur og Pál. Þetta mál er allt saman á frekar viðkvæmu stigi enn sem komið er. Lögreglan hefur lítið látið fara fyrir málinu, því sagt er að lirfurnar hafi náð tveimur lögreglumönnum í sinn innsta hring, dáleitt og þvingað til kynmaka og þykir þetta hið mesta hneyksli.

Þinn vinur,
Dr.Curly M.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home