20.2.07

Góðan dag,
Bréf þetta barst vefsíðunni frá Black Rock eyðimörkinni í Nevada, BNA:

"Sælir lesendur,
Ég geri mér grein fyrir því hversu óbærileg fjarvera mín á þessum vef hlýtur að hafa verið ykkur öllum. Ég þakka öllum þeim sem sendu bréf og gjafir á heimili mitt og fyrrverandi eiginmanns míns, og hugsa ég með harmi til þess að hafa ekki getað verið ykkur meira innan handar, endurgoldið ykkur þessa hlýju og vinsemd sem þið hafið sýnt mér, og að hafa ekki getað svarað öllum þeim fjölda tölvupósta sem hlaðist hefur upp í pósthólfinu mínu. Ég bið ykkur einfaldlega að hafa skilning fyrir því að yfirstaðið tímabil í lífi mínu var erfitt og ófyrirsjáanlegt og má ég þakka fyrir að vera enn á lífi. Ég mun rekja sögu mína fyrir ykkur, í smáatriðum, í góðu tómi, og ef ég get á einhvern hátt bætt ykkur upp þennan glataða tíma og veitt ykkur innblástur og von, þá er það með sögunni af lífshremmingum mínum síðustu þrjú árin.

Your's truly,
Dr.Curly"

Dr. Curly McLaughlin er semsagt vöknuð til lífsins á ný og tilbúin að líta um öxl með sjónauka og bros á vör. Marcel Michelin er ekki lengur hluti af hennar lífi, og biður hún því lesendur að minnast ekki á hann, að skrifa honum ekki bréf og gleyma öllu því sem hún sagði um eldheita, ósigrandi og eilífa ást, því það er allt saman kjaftæði.

Ulrika Schmidt, umboðsmaður dr. Curly McLaughlin á Íslandi.

4 Comments:

At 11:32 AM, Anonymous Anonymous said...

Er þetta sami Marcel Michelin og er nú að vinna í m&m verksmiðju í Colarado? En ég skal ekki minnast meira á hann.

Bryndis

 
At 7:22 PM, Anonymous Anonymous said...

Það er ótrúlegt hvað fiskisagan flýgur. Hann sem er búinn að skipta um nafn og lita á sér hárið síðan atvikið í Colorado átti sér stað.
U. Schmidt

 
At 11:45 AM, Anonymous Anonymous said...

Kæra Dr. Curly,
ég kem mér bara beint að efninu. Þannig er mál með vexti að ég er einhleyp ung kona og hef ekki verið við karlmann kennd í þrjú ár. Ég ákvað, í einsemd minni, fyrir ári síðan að fá mér hund og hefur hann reynst mér afar vel. Er ég nú orðin ástfangin af hundinum og hann af mér þó ekki sé um kynferðislegt aðdráttarafl að ræða. Ég veit að okkur er ætlað að vera saman en ég á svo erfitt með að sætta mig við það ...ég get ímyndað mér að þetta sé svipað eins og að þurfa að sætta sig við eigin samkynhneigð.

..móðir mín segir að ég verði að losa mig við hann ef ég ætla að eiga einhvern möguleika á því að verða ástfanginn af karlmanni en ég get bara ekki ímyndað mér lífið án Tryggs

Þú verður að hjálpa mér..

Ein með engu(m)

 
At 12:18 AM, Blogger curly said...

Sæl,
Þú ert ekki sú fyrsta sem leitar ráða út af meintri dýraást, eða öðru nafní zoophiliu (zoon á grísku merkir dýr, og philia ást). Það er einungis í vestrænum löndum sem fordæming á þessu eðlilega ástarsambandi manns og dýrs á sér stað, og við vestræna fólkið sjáum aldrei lengra en nefið nær og höldum að okkar veruleiki og sannleikur sé á alheimsvísu. En svo er ekki. Því hef ég heldur betur komist að á
ferðalögum mínum. Í Papúa Nýju Gíneu tíðkast að láta villisvín rjúfa meyjarhöft stúlkna við mikinn fögnuð ættbálksins. Þessi athöfn er í sjálfu sér ekki kynferðisleg fyrst um sinn, en stúlkurnar þróa nær allar með sér nostalgíska ást til svínanna eftir þetta (fyrir utan það náttúrulega að konurnar verða þreyttar á því að sjá karlmennina arkandi um með orkídeu-typpaslíður öllum stundum, og snúa sér þá til dýranna)og gerast ástkonur þeirra.
Það sem ég er að reyna að segja er að ást þín er eðlileg, það er fólkið í kringum þig sem er afbrigðilegt. Ég var unglingur þegar kynlíf utan hjónabands og í annarri stellingu en trúboðanum þótti ósiðlegt (ég ólst reyndar upp í hinu strangkaþólska Norður-Írlandi)og sjáðu hvað mikið hefur breyst í þessum málum! Ég myndi gefa þessu nokkur ár. Það er hæpið að þú finnir eins trygglyndan og ástríðufullan elskhuga og hann Trygg þinn, þannig að haltu þessu til streitu. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell sagði að það að hræðast ástina væri að hræðast lífið, og þá væri maður allt eins dauður. Lifðu, segi ég, lifðu!

 

Post a Comment

<< Home