28.11.02

Bréfin halda áfram að streyma inn og hér barst eitt frá góðvinkonu minni úr Sauðlauksdal:
Kæra Dr. Curly,
Ég er mikil aðdáandi. Ég hef lengi velt þesu fyrir mig en aldrei þorað að spirja. Mér finst eins og sólin sníst í kringum sjálvið mitt en samt þori ég aldrei að leita svar. Fólkið í húsunum í kringum horfir á mig, en ég veit að það er bara vegna
þess að það getur ekki horst í augu við myrkrið sem hylur hræðileg leindarmál sem búa í sálarkimunum þeira.
En semsagt, spurningin mín til þinnar er þessi: Erum við öll geðveik?

Með fyrirfram þökkum og sólarkveðjum,
Sóley Líf Ísaldardóttir


Kæra Sóley,
Ef mig minnir rétt þá átti ítalska skáldið Dante Alighieri við svipað vandamál að stríða. Þegar hann var ungur drengur, um 1275, þá átti hann erfitt með sjálfsmynd sína og fannst sem sólin elti hann hvarvetna. (sem þótti ekkert órökrétt á þessum tíma, jarðmiðjukenningin var ekki afsönnuð fyrr en á 15.öld af Kópernikusi eins og flestir vita). En Dante brá á það ráð að loka sig inni við kertaljós, skar á allt samband við sólu og tók til við skriftir. Megum við bókmenntaunnendur í raun þakka því hve Dante var fælinn og ofsóknarbrjálaður. Ég ráðlegg þér því annað hvort að fara að ráði Dantes – og þá mun sólin ekki angra þig meir, eða sjá hana sem góðan vin sem er þér fylgjandi í leik og starfi.

“Fólkið í húsunum” . Þú meinar auðvitað dáið fólk er það ekki? Og með húsum, þá áttu við líkama hinna lifandi, er ekki svo? Ég sé það svo sannarlega að þú ert næm manneskja, ef ekki bara þrælskyggn. Þú skynjar að í hverjum mannsanda búa milljón aðrir mannsandar, og það sem gerir okkur, hina lifandi, svo flókin er vegna þess hve ofin við erum af lífsmynstri hinna liðnu. En láttu ekki myrkur þeirra og máski hræðileg vandamál íþyngja þér. Hæfilega mikið af vondu getur leitt af sér gott, vittu til.

Erum við öll geðveik?
Já, Sóley mín, við erum það. Hötum þá sem okkur ber að elska, eltumst við óraunhæfa drauma; skiljum engan og ekkert – og hvað þá síst okkur sjálf; erum....en erum ekki það sem við erum og látum vera ; og getum ekki viðurkennt vankanta okkar og veiklyndi. Við erum veikgeðja sálir í riddarabrynju. Veik-geðja. Geð-veik.

En, með því er vel hægt að lifa, og bið ég þig því vel að gjöra.
Dr.Curly McLaughlan, vinur heimsins.

p.s. Íslensk Stafsetning eftir Björn Halldórsson er vel þess virði að kaupa, fæst hún notuð á spottprís.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home