Kæra dr.Curly,
Ég er með spurningu handa þér. Skapahár mín eru svo mislöng auk þess sem þau eru mismikið krulluð, er þetta afbrigðilegt?
Pubina Rasskachova
Kæra Pjúbína,
Þú gerir þér eflaust ekki grein fyrir því að dagar gamla, góða og hefðbunda krullbrúsksins eru taldir. Við lifum jú á Michael Jackson og Cher-öldinni, þar sem allt er mögulegt og ekkert er heilagt, og þykir nú frekar lummó að arka um eins og maður var skapaður. Þótt beri ekki eins mikið á tískusveiflum í kynhárabransanum og á höfuðshárabransanum, þá er engu að síður mikil gróska þar neðanjarðar. Nýjar línur, nýir litir og stílfæringar sækja í sig veðrið, og engin er "kona" með "konum" nema hún fari í sunnlenska lagningu. Vinsælasta greiðslan í sumar var hjartalaga, stutt hár og sléttað með heitu járni, en einn lokkur látinn vaxa og fléttaður saman við vír. Þetta var sérstaklega vinsælt í Eistlandi og Nýju Kaledóníu. Jólagreiðslan í ár var tilkynnt af Salon Veh og er mjög spennandi kostur fyrir konur á öllum aldri: jólatréslaga brúskur (20% afsláttur á grænum lit fyrir þær sem til eru í flipp) og skreyttur (já, eins og jólatré) með semalíusteinum og perlum. Látið ímyndunaraflið leika lausum hala! Einnig er sérstakt kynningarverð á Marilyn Manson greiðslunni fyrir fermingarstúlkur, og ekkert aukagjald er á sníphringjunum og barmatattóveringunni.
Þér, Pjúbína, ráðlegg ég því að kynna þér möguleikana í kynhárabransanum og sætta þig ekki við náttúrulegt misræmi þitt. Í gegnum aldirnar höfum við konur lært að skammast okkar fyrir þennan skringilega staðsetta hárvöxt, en nú er bara að bjóða vinkonunni upp á sárabótarhárgreiðslu og draga hana út úr þessum skömmustulega skáp sem formæðrum hennar var hent inn í forðum tíð.
Þín vinkona,
dr.Curly
0 Comments:
Post a Comment
<< Home