29.6.07

Jæja,

Ég var byrjuð á pistli, en ég lenti óvart í ritstíflu. Ég verð í hægum mokstri á næstunni, nokkrir hafa lánað mér peysur sínar til að losa stífluna í veginum, en það er svosum ekki drullan og grjótið sem vefjast fyrir mér, heldur er ég bara ekkert mikið við stýrið. Þið munuð frekar finna mig úti í móa að tína geldingarhnappa og horfa á hrossaflugur eðla sig. Lykillinn er samt í, þið getið prófað að losa stífluna fyrir mig.

Doctor Curly.

1 Comments:

At 11:08 PM, Anonymous Anonymous said...

Já ég sakna bara þessara óvenju frumlegu og skemmtilegu vinkvenna minna, og stíflalosun takk.

Bryndis

 

Post a Comment

<< Home