21.11.02

Kæra dr.Curly,
Mig hefur lengi langað til að vita svarið við þessu: Hver/hvað er Páll?
Þín að eilífu,
Dóra Takefusa


Kæra Dóra,
Það kom mér ekki á óvart að þú skyldir spyrja þessarar spurningar. Þú hefur einfaldlega bæst í hóp þeirra 14 sem þegar hafa spurt mig þessa. Þar sem Páll er mikið milli tannanna á fólki þá skal ég útskýra svo þú getir gerst gjaldgeng í Skjás Eins hanastélsteitum og öðrum VIP samkomum. Svarið kemur þér og ykkur hinum eflaust á óvart. Páll er Guðrún. Og Guðrún er ekki kona, heldur lítil, ljót lirfa.

Virðingarfyllst,
dr.Curly.