Eftir dvöl mína í Lapplandi skellti ég mér til Íslands í nokkrar vikur, fór í gufubað í Vesturbæjarlauginni og ræddi aðeins við nokkra unga menn, eflaust verðandi menntamálaráðherra og stórskáld framtíðarinnar, og ég gerði mér grein fyrir því að ég hefði alltaf haft einhvers konar heimur-versnandi-fer-fordóma fyrir ungu fólki. En eftir 10 mínútur í gufunni rann það upp fyrir mér að stóru spurningarnar myndu alltaf vera til staðar, þær birtust bara í mismunandi myndum. Við þurfum því engar áhyggjur að hafa af framtíðinni:
-Æ, mér finnst bara gúdd sjitt að vera með heila, og fokking not'ann...
- Já, þú meinar að þú sért sumsé Res Cogitans...
- Nei, ég meina, þú veist, þá veit ég að ég er ekki fokking dauður, ... æ þarna, þú veist ... að ég er til, eða eikkað...
- Já, þú ert semsagt að vitna í Cogito ergo sum...
- Nei, æi, sko, sjitt maður, samt sko ... ég bara eikkerneginn varð svona, eins og ég er...
- Já, þú ert að tala um Tabula Rasa þá, er það ekki?
Hver nennir að snobba fyrir latínunni þegar við höfum nútímaheimspekinga eins og þessa ungu menn?
Dr.Curly